Einstakir eiginleikar

Vitargo er fjölsykra úr glúkósa sem er sérstaklega þróuð til að mæta kröfum íþróttafólks. Sérstaða Vitargo skýrist helst af einstakri sameindauppbyggingu og hraðara frásogi sem hefur fjölbreyttan ávinning fyrir íþróttafólk.

Áreiðanlegar rannsóknir hafa sýnt fram á yfirburði Vitargo í viðhaldi á orkubúskap íþróttafólks. Vitargo er í sérflokki hvað varðar gæði hráefna og framleiðslu.

Hraðvirkari orkuhleðsla

Vitargo hefur mun hærri mólþunga en venjulegar sykur eða maltódextrín sem gerir það að verkum að það frásogast hraðar og leiðir því til hraðari orkugjafar til vöðva á meðan á æfingu stendur. Vitargo er eitt fljótvirkasta kolvetni sem fyrir finnst á markaði í heiminum, en það veitir 70% hraðari endurhleðslu glýkógens og fyllir því hraðar á orkuforða líkamans en aðrir algengir íþróttadrykkir.

Aukin afköst og endurheimt

Vitargo eykur styrk og úthald vegna sérstöðu sinnar við hraðari endurhleðslu glycogens en Vitargo fyllir á vöðvaglýkógen 77% meira en flestir aðrir valkostir.

Melting og frásog

Vitargo kolvetnið býr yfir þeim eiginleikum að hafa lágt osmólalit og tæmist því meira en tvöfalt hraðar úr maga en önnur kolvetni og veldur því síður magaþembu og öðrum meltingarvandamálum þar sem það frásogast úr maganum 130% hraðar en aðrir algengir íþróttadrykkir.

Viðheldur jöfnum blóðsykri

Vitargo veldur ekki hraðri hækkun á blóðsykri og viðheldur því orkubúskap vel og minnkar þannig líkur á blóðsykurfalli

Vitargo vörurnar eru þróaðar til að styðja við mismunandi þætti þjálfunar

Vitargo +Electrolyte styður við þolþjálfun.

Vitargo +Creatine hentar sérstaklega vel fyrir kraftþjálfun, sprett- og úthaldsæfingar.

Vitargo Endurance Fuel er náttúrulega sætur og koffínlaus drykkur ætlaður íþróttafólki sem sækist eftir auknu þoli við háa ákefð.

Vitargo CarboLoader er hraðvirk kolvetnahleðsla sem fyllir einnig á orkuforða líkamans.

Vitargo Professional bætir einbeitingu þol og andlega frammistöðu.

Vitargo Pure veitir skjóta og aukna orku á æfingu og styður við endurheimt.

Vitargo Endurance Fuel viðheldur þolgetu í langtíma þolþjálfun og eykur vökvaupptöku við hreyfingu.

Vitargo BCAA Race bætir frammistöðu við þol- og styrktarþjálfun.