Hugtakaskýringar

Líkaminn fær orku úr fæðunni í formi prótíns (eggjahvítu), fitu og kolvetna (sykra), en um helmingur orkunnar kemur yfirleitt úr kolvetnum, þar sem flest fæða inniheldur kolvetni að einhverjum hluta. Kolvetni er að finna í sykri, sterkju og trefjum. Tvær megingerðir kolvetna eru einföld kolvetni og flókin kolvetni.

Orkugjafi úr sykri, sterkju og trefjum

eru ein- og tvísykrur s.s. glúkósi (þrúgusykur), frúktósi (ávaxtasykur), súkrósi
(borðsykur), maltósi (maltsykur) og laktósi (mjólkursykur) sem fást úr ávöxtum og ýmsum matvælum
sem innihalda viðbættan sykur. Einföld kolvetni meltast mjög hratt.

eru samsett úr mörgum einsykrum og þarf líkaminn að melta þau til að nýta úr þeim
orkuna. Þau meltast hægar og losa glúkósa jafnt og þétt út í blóðrásina, en magn glúkósa í blóði segir
til um blóðsykurstuðul (e. Glycemic index – GI). Flókin kolvetni verða að glúkósa, sem líkaminn nýtir
sem aðalorkugjafa. Flókin kolvetni er að finna í sterkju og trefjum.

Algengustu einsykrurnar í náttúrunni eru glúkósi (þrúgusykur), frúktósi (ávaxtasykur) og
galaktósi. Sykrurnar raðast upp á mismunandi hátt, en frúktósi og glúkósi mynda t.a.m. tvísykruna
súkrósa (borðsykur).

Sykur sem samanstendur af tveimur einsykrusameindum. Til dæmis súkrósi (hvítur sykur),
maltósi (maltsykur) og laktósi (mjólkursykur).

Einsykra, algengasta kolvetnið í náttúrunni og aðalorkugjafi frumna líkamans. Nefnist í
daglegu tali „þrúgusykur“. Glúkósi er sjaldan til staðar sem einsykra í matvælum heldur er oftast
bundinn öðrum kolvetnum og myndar þá tvísykrur eða flóknari kolvetni eins og sterkju og trefjar.
Mikilvægt er fyrir líkamann að halda magni glúkósa í blóðinu, þ.e. blóðsykrinum eins stöðugum og
mögulegt er

Tvísykra sem samanstendur af galaktósa og glúkósa. Nefnist „mjólkursykur“ á íslensku.

eru gerðar úr tíu eða fleiri einsykrum.

Sterkja er fjölsykra sem er helst í korntegundum, en plöntur geyma orku sína í formi sterkju.
Sterkja úr byggi eða mais er aðalhráefni Vitargo kolvetnisins.