Skilmálar
- Almennt
Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Vit-Ice ehf., hér eftir félagið, til neytenda og eru staðfestir með staðfestingu á pöntun. Félagið áskilur sér rétt til að hætta við/fell niður sendar pantanir, svo sem vegna rangra verðupplýsinga eða þar sem varan er uppseld.
Seljandi er Vit Ice ehf.,kt. 471223-1740, Ægisíðu 90, 107 Reykjavík, netfang er vitargo@vitargo.is
Skilmálarnir teljast samþykktir með staðfestingu á kaupum.
Skilmálarnir eru aðeins á íslensku og aðgengilegir á vitargo.is
Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi í vefverslun. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára til þess að versla í vefverslun félagsins.
- Skilaréttur
Pöntun telst bindandi þegar hún er samþykkt í vefverslun.
Vörum er hægt að skila innan 14 daga frá kaupum og fá inneign eða endurgreiðslu.
Varan þarf að vera óskemmd og óopnuð. Fæðubótaefni þurfa að hafa órofin innsigli.
Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda nema um sé að ræða gallaða vöru. Þá greiðir félagið fyrir endursendingu.
- Verð
Öll verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti (VSK) sem er 11% eða 24% eftir vörum. Verð í vefverslun geta breyst án fyrirvara. Flutningsgjöld leggjast við verð í vefverslun.
Félagið áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum har rangt verð verið gefið upp.
- Afhending
Allar pantanir eru teknar saman af Górillu Vöruhúsi og afgreiddar af Dropp eða Íslandspósti og gilda afhendinga-, ábyrgða- og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Félagið ber enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kaupandi verur fyrir frá því að vara er send frá félaginu til kaupanda. Seljandi afhendir aðeins vörur innan Íslands.
- Þjónusta
Félagið reynir að afgreiða pantanir eins fljótt og hægt er. Pantanir eru ekki sendar fyrr en staðfesting á greiðslu hefur borist. Sé vara uppseld þá verður haft samband við kaupanda og honum send önnur vara eða pöntunin endurgreidd, sé varan ekki væntanleg. Górilla Vöruhús annast að taka saman pantanir og félagið ber ekki ábyrgð á seinkun á afhendingu ef afgreiðsla pöntunar dregst hjá Górillu Vöruhúsi.
- Persónuvernd
Félagið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingarnar verða ekki afhentar þriðja aðila. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.
- Fyrirvari
Félagið birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
- Önnur ákvæði
Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.