UM
VITARGO

Okkar SAGA

Árið 1993 hóf samvinnufélag bænda í Svíþjóð að rannsaka hvort hægt væri að þróa íþróttadrykk sem ætti sér engan líkan. Einu íþróttardrykkirnir sem voru á markaði á þeim tíma höfðu einfaldan sykur að megin innihaldsefni og voru þess vegna óæskilegir orkugjafar fyrir langhlaup. Þeir drykkir nægðu ekki sem orkugjafar fyrir lengri íþróttagreinar og auk þess voru tormeltir og ollu oft magaþembu og öðrum meltingar óþægindum. Íþróttamenn voru þess vegna oft vannærðir í lengri og meira krefjandi æfingum og keppnum eða truflaðir af meltingarkvillum.

 

Skilningur var á því að þörf væri á nýrri tegund kolvetnis sem væri nægilega góður orkugjafi án aukaverkana fyrir íþróttamenn á æfingum og í keppni.

 

Eftir að þetta nýja, hraðvirka kolvetni með háan mólmassa var þróað hóf félagið strax árið 1994 viðræður við Karolinska Institutet í Stokkhólmi um að leggja til rannsóknir sem sýndu virkni þessa yfirburða fæðubótarefnis. Í kjölfarið birtist röð greina sem sýndu, vísindalega, yfirburði Vitargo í samanburði við þá drykki sem höfðu Maltodextrin sem virka innihaldsefni. Helst má nefna grein sem birtist árið 2000 sem sýndi að Vitargo endurnýjaði glykogenforða vöðva íþróttamanna 70% hraðar en drykkir með Maltodextrini. Því næst birtist grein sama ár þar sem sýnt var fram á að tæming magans gerðist 130% hraðar ef drykkir höfðu Vitargo sem innihaldsefni frekar en Maltodextrin.

 

Einkaleyfisumsókn var svo lögð fram snemma árs 1994 sem og samningar gerðir við dreifingaraðila um allan heim.

 

Enn þann dag í dag er Vitargo hraðvirkasta vöðva eldsneyti sem völ er á.

HRAÐVIRKUR KOLVETNISDRYKKUR

Það myndi enginn keppa í  kappakstri og fylla kappakstursbílinn af lággæða eldsneyti, en flestir íþróttadrykkir á markaði innihalda undirmáls kolvetni. Vitargo er kolvetnisval afreksíþróttamanna. Ólympíumeistarar og afreksíþróttamenn frá öllum heimshornum velja Vitargo sem orkugjafa fyrir æfingar og keppnir. Vitargo má nota í bland við margs konar fæðubótarefni svo sem prótein, kreatín, glutamín, stangir og gel. Það er kominn tími til að allir metnaðarfullir íþróttamenn taki val á orkugjafa alvarlega og samkvæmt virtum rannsóknum er enginn betri en Vitargo.

NÚTÍMA NÁLGUN

Nútíma íþróttamenn taka ábyrgð á heilsu sinni og hreysti og til þess að sinna því verkefni af heilindum þarf að huga vel að undirbúningi fyrir æfingar og keppnir. Hlauparar velja sér bestu hlaupaskó sem völ er á, hjólreiðakappar velja sér bestu hjólhesta sem völ er á og í sömu nálgun er Vitargo besti orkugjafi fyrir íþróttamenn sem völ er á. Þeir sem vilja ná mestum bætingum í sínu sporti og jafnvel fá tækifæri til að komast á verðlaunapall geta ekki valið betri orkugjafa en Vitargo.

DUFTVÖRUR Í DUNKUM

HEILSUSTYKKI

DRYKKIR

DUFTVÖRUR Í POKUM