SAGA
VITARGO

Kveikjan að framleiðslu Vitargo var þörf fyrir öflugan orkugjafa fyrir íþróttafólk á æfingum og í keppni, með sérstaka áherslu á lengri þolæfingar. 

Árið 1993 var því hafin þróun á nýju hraðvirku og endurbættu kolvetni sem miðaði að sérstökum þörfum íþróttafólks.

Frá upphafi var lögð rík áhersla á að virkni Vitargo kolvetnisins væri staðfest með vísindarannsóknum og því voru strax árið 1994 hafnar viðræður við Karolinska Institutet í Stokkhólmi um að rannsaka virkni Vitargo. Í kjölfarið birtist röð vísindagreina sem sýndu fram á yfirburði Vitargo í samanburði við þá drykki sem innihéldu einföld kolvetni.

Fyrirtækið

Tilgangur Vitargo hefur alla tíð verið að bjóða vörur sem styðja við árangur íþróttafólks í æfingum og keppni og eru þær öflugustu sem völ er á. Rík áhersla er lögð á gæði, hreinleika og heiðarleika í starfseminni og ekki hefur ekki vikið frá því skilyrði að virkni framleiðslunnar sé staðfest með vísindalegum rannsóknum.  

Vitargo vörumerkið var skráð hjá Evrópsku Hugverkastofunni (EUIPO) árið 1997.