Vitargo hefur gæði að leiðarljósi á öllum stigum framleiðslunnar, auk þess að uppfylla kröfur Evrópureglugerða um framleiðslu matvæla. Í samræmi við sænsk lög, uppfyllir framleiðslan jafnframt ítarlegar reglur Matvælastofnunar Svíþjóðar sem sem segja fyrir um allt frá innihaldi og skömmtum til merkinga og markaðssetningar. Framleiðslan hefur auk þess vottun í samræmi við fleiri gæðakröfur og -staðla.
Hráefni
Gæðahráefnið sem notað er í Vitargo vörurnar er ræktað samkvæmt ströngustu stöðlum í Evrópu og er ekki erfðabreytt (GMO).
Framleiðsla
Vitargo vörurnar eru framleiddar í suðaustur-Svíþjóð, þar sem notast er við hátæknilegan tölvubúnað til að tryggja bestu mögulegu gæði vörunnar.
Vitargo er framleitt með einstöku og einkaleyfisbundnu ferli sem felur í sér niðurbrot á sterkju, úr bygg eða maís, í glúkósafjölliður með mikinn mólþunga. Í ferlinu er sterkjan brotin niður í langar keðjur glúkósasameinda og úr verða kolvetni með mikinn mólþunga, sem færa glúkósa út í blóðrásina og til vöðvanna mun hraðar en önnur algeng kolvetni, sem gerir þau einnig auðmeltanleg.
Eftirlit og vottun
Vitargo er framleitt í „lokuðu kerfi“, í verksmiðju sem framleiðir aðeins sterkju, sem útilokar krossmengun og er einnig pakkað strax í kjölfar framleiðslu sem kemur í veg fyrir að framleiðslan komist í snertingu við aðskotaefni.
Hvert framleiðsluferli er gæðaprófað til að tryggja að framleiðslan uppfylli ítrustu gæðakröfur og hefur verksmiðjuframleiðslan gæðavottun samkvæmt ISO 9001, ISO 14001, ISO 50001, Non-GMO og FSSC 22000
Þessar ráðstafanir hjálpa sameiginlega til við að viðhalda hreinleika og öryggi Vitargo í öllu framleiðsluferlinu.