Framúrskarandi valkostur

UPPBYGGING VÖÐVA

Við uppbyggingu vöðvamassa prótein og kolvetni nauðsynlegur hluti af næringu strax eftir æfingar. Með því að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun orkuforða vöðva þinna strax eftir krefjandi þjálfun, er nýttur hinn víðfrægi „anabolíski gluggi“ - tíminn þegar líkaminn nýtir næringarefni til vöðvauppbyggingar á gríðarlega skilvirkan hátt.

Vitargo endurnýjar glycogen í vöðvum 70% hraðar en aðrir íþróttadrykkir sem innihalda einföld kolvetni og undirbýr þannig vöðvana hratt og vel fyrir næstu æfingu.

Þolgreinar

Afreksíþróttafólk í þolgreinum treystir á Vitargo til að næra sig fyrir keppni og æfingar þar sem vitað er að Vitargo endurnýjar orkubirgðir hraðar en nokkur einföld eða önnur flókin kolvetni gera.

Það er því ekki að ástæðulausu að metnaðarfullir íþróttaiðkendur og afreksíþróttafólk frá öllum heimshornum velur Vitargo vörurnar til að bæta árangur, heilsu og vellíðan.

Vitargo er framleiddur úr flóknum kolvetnum með háan mólmassa sem kemur í veg fyrir orkuhrun á lengri æfingu og keppnum.

Ekkert fæðubótarefni hefur sýnt fram á betri árangur í rannsóknum á íþróttafólki sem keppir í þolgreinum

ALHLIÐA ÞJÁLFUN

Hvort sem keppt er í liðsíþrótt sem krefst hámarks sprengikrafts eða náttúruhlaupum er Vitargo rétti orkugjafinn.

Vitargo mætir orkuþörfum þínum á hvaða vettvangi sem er, hvort sem er á æfingum, í keppni eða í daglegu lífi.

Vitargo styður þig til að hámarka þína frammistöðu

LÍSFSTÍLL

Vitargo er mjög hentugur orkugjafi í dagsins önn, t.d. til að fyrirbyggja orkuleysi á skrifstofunni síðdegis.

Fylltu tankinn með lífsorku úr Vitargo, en Vitargo minnkar löngun í sætindi, blóðsykur helst stöðugur og starfsorkan helst í hámarki.

Vitargo veldur ekki hraðri hækkun á blóðsykri og viðheldur því orkubúskap vel

Góð ráð

Fyrir æfingu

Til að fullnýta virknina drekkið Vitargo 30-45 mínútum fyrir æfingu eða keppni.

Á æfingu

Vitargo viðheldur vel orkubúskapnum á lengri æfingum og í keppnum. Drekkið Vitargo jafnt og þétt á æfingum til að viðhalda orkunni. Nauðsynlegt að hlaða á orkutankinn á a.m.k. 45 mínútna fresti við æfingar og í keppni.

Eftir æfingu

Vitargo styður við endurheimt og uppbyggingu vöðva. Eftir æfingu eða keppni er kjörið að fá sér blöndu af Vitargo og próteini.