KOSTIR

VITARGO: BYLTINGARKENNT FRAMFARASKREF Í ÍÞRÓTTANÆRINGU SEM VEITIR HRÖÐUSTU ORKUGJÖF SEM VÖL ER Á

Sama hvaða íþrótt þú æfir og keppir í –  fótbolta, körfubolta, skautum, hlaupum, skíðum eða í sundi – kolvetnaval ræður því hversu vel líkaminn er undirbúinn fyrir álag og hvort þú náir að keppa að þinni getu í lok keppni. Hver mínúta getur skipt  sköpum og til að hámarka frammistöðu þarftu orkugjafa sem tæmist sem hraðast úr meltingarveginum og færir orku hratt til vöðvanna. Vitargo hefur margsannaða yfirburði í bætingu á orkubúskap íþróttamanna!

UPPBYGGING VÖÐVA

Við uppbyggingu vöðvamassa er mælt með notkun fljótt frásogandi próteina og kolvetna sem nauðsynlegan hluta af næringu strax eftir æfingar. Með því að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun orkuforða vöðva þinna strax eftir krefjandi þjálfun, nýtir þú þér hinn víðfræga „anabolíska glugga“. Þessi stutti tækifærisgluggi er sá tími þar sem líkaminn þinn nýtir næringarefni á ótrúlega skilvirkan hátt til meiri vöðvauppbyggingar. Vitargo endurnýjar tæmdar orkubirgðir 70% hraðar en önnur kolvetni, sem gerir vöðvana þína fyllta, nærða og orkumikla fyrir næstu æfingu.

Þolgreinar

Ólympíufarar og afreksíþróttamenn í þolgreinum treysta á Vitargo til að næra sig fyrir keppni og æfingar. Þar sem vitað er að Vitargo, sem er flókið kolvetni, endurnýjar orkubirgðir hraðar en nokkurt einfalt eða flókið kolvetni, er skiljanlegt að heimselítan velur Vitargo þegar keppt er til sigurs. Engin þemba, enginn svimi og ekkert hrun. Ekkert fæðubótarefni hefur sýnt fram á betri árangur í rannsóknum á íþróttamönnum sem keppa í þolgreinum!

ALHLIÐA ÞJÁLFUN

Ef þú vilt hafa orku í lok bardagans er Vitargo orkugjafinn fyrir þig. Hvort sem þú ert að keppa í liðsíþrótt sem krefst hámarks sprengikrafts eða hleypur 55 kílómetra einn úti í guðsgrænni náttúrinni er Vitargo rétti orkugjafinn sem hefur vísindalega sannaða yfirburði. Vitargo er framleiddur úr flóknum kolvetnum með háan mólmassa sem kemur í veg fyrir að þú upplifir orkuhrun í miðjum kappleik. Ekki lenda í því að næringin sé að aftra árangri þínum og bætingum þínum. Notaðu heimsklassa orkugjafa sem kæfir orkuhrun í fæðingu, Vitargo er eina valið fyrir alvöru íþróttamenn.

LÍSFSTÍLL

Fylltu á tankinn með lífsorku sem fæst úr Vitargo og minnkaðu langanir í sætindi. Komdu í veg fyrir fyrirsjáanlega orkudýfu á skrifstofunni seinnipartinn með Vitargo. Þú veist að kaffibollinn og sæta bakkelsið er óhollur og skammgóður vermir. Hrunið sem kemur í kjölfarið er aldrei þess virði og næringar markmið verða að engu. Vitargo leyfir þér að halda blóðsykrinum stöðugum, halda orkunni í hámarki og Vitargo passar vel inn í flest næringarplön. Finndu hversu vel þér líður fram eftir degi þegar Vitargo er orkugjafinn sem er valinn til að halda einbeitingu fyrir framan tölvuna.